Bryndís Lára Torfadóttir - Flugmaður

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991. Diploma í frönsku frá Sorbonne háskólanum í París 1992.

Einkaflugmannspróf frá flugskólanum Flugtak 1993. FAA atvinnuflugmannspróf, blindflugsréttindi og flugkennarapróf frá flugskólanum Aero Mech í Scottsdale, Arizona, 1994.

Atvinnuflugmannspróf, blindflugsréttindi og ATP frá Flugskóla Íslands 1996. Bóklegt flugkennarapróf frá Flugskóla Íslands 1998.

Flugmaður hjá Íslandsflugi á D-228 og ATR-42 frá 1999 og flugstjóri á D-228 frá 2001. Umsjónarflugstjóri á D-228 frá 2001.

Flugmaður hjá Flugfélagi Íslands á F-50 frá 2005.

Námskeið í rannsóknum flugslysa hjá Southern California Safety Institute 2004.

Skipuð varamaður í Rannsóknanefnd flugslysa 1. september 2004