Ársskýrslur og rannsóknarskýrslur sem RNSA-Flugslysaflokkur (áður RNF) hefur gefið út

Samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa skal nefndin semja skýrslu un niðurstöðu rannsóknarinnar. Í skýrslunni skal meðal annars gerð grein fyrir orsök eða sennilegri orsök slyssins, auk þess skulu gerðar tillögur til úrbóta eftir því sem rannsókn gefur tilefni til. Þessar skýrslur eru nefndar rannsóknarskýrslur.

Á hverju ári gefur RNSA út ársskýrslur með samantekt á því sem nefndin hefur fengist við á síðastliðnu ári. Hefð var fyrir því að árskýrslur voru sendar áskrifendum AIP en því var hætt árið 2002.

Samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa skal skýrslunum ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum enda er markmið rannsókna að greina orsakaþætti samgönguslysa í því skyni einu að koma í veg fyrir frekari slys. Tilgangurinn er ekki að skipta sök eða ábyrgð.