Lög og reglugerðir um rannsókn flugslysa

Ofangreint eru núgildandi lög og reglugerðir um rannsóknir flugslysa og tilkynningarskyldu flugslysa, alvarlegra flugatvika og atvika en þau innleiða m.a. tilskipanir  Evrópuþingsins og ráðsins frá 1994 og 2003, sem einnig má finna hér að ofan. 

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins frá octóber 2010 - Innanríkisráðuneytið vinnur að innleiðingu
Reglugerð um rannsóknir og forvarnir slysa og atvika tók gildi innan Evrópuþingsins og ráðsins þann 20. október 2010 og tekur við af ofangreindri tilskipun ráðsins nr. 94/56/EC frá 21. nóvember 1994.

Í október 2010 tók gildi innan Evrópusambandsins reglugerð nr. 996/2010 um rannsóknir og forvarnir flugslysa og atvika. Reglugerðin tók við af tilskipun Evrrópuráðsins nr. 94/56/EC frá 21. nóvember 1994 um setningu grundvallarreglna við rannsóknir á flugslysum og alvarlegum flugatvikum í almenningsflugi. Innanríkisráðuneytið vinnur nú að innleiðingu reglugerðarinnar hér á landi. Reglugerð nr. 996/2010 má sjá með því að smella á eftirfarandi:

Í hinni nýju reglugerð, nr. 996/2010, er markið sett hátt varðandi afköst og gæði rannsókna. Meginmarkmið reglugerðarinnar er þó sem fyrr, að koma í veg fyrir frekari flugslys og atvik án þess að skipta sök eða ábyrgð, að því meðtöldu að koma á fót samtökum evrópskra rannsóknarnefnda. Reglugerðinni er meðal annars ætlað að setja reglur um auðfáanlegar upplýsingar um persónur og hættulegan varning um borð flugvéla í tengslum við flugslys. Reglugerðinni er einnig ætlað að stuðlað að aukinni aðstoð til fórnarlamba flugslysa og aðstandenda þeirra.  

Þess ber að geta að ofangreind samtök hafa þegar verið stofnuð og eru nefnd ENCASIA (European Network of Civil Aviation Safety Investigation Authorities). RNF er þátttakandi samtakanna.