Fréttir

RNF tekur þátt í flugslysaæfingu björgunarsveitarinnar Ársæls

6 apr. 2002

Rannsóknarnefnd flugslysa tók þátt í flugslysaæfingu björgunarsveitarinnar Ársæls sem haldin var miðvikudaginn 17. apríl 2002.

Björgunarsveitarfólk af höfuðborgarsvæðinu tók þátt í æfingunni, neyðarsveit slökkviliðs höfuðborgarsvæðis ásamt neyðarlínunni og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til.

Sett var á svið flugslys þar sem eins hreyfils flugvél með 3 farþegum ásamt flugmanni brotlenti í hlíðum Vífilfells ofan við Sandskeið. Farþegar voru slasaðir en komust allir af. Æfingin hófst um kl. 18:30 og lauk um kl. 22:00.

Með þessari æfingu gafst RNF kostur á að æfa boðun vegna flugslyss og að samræma verklag við björgunar- og leitaraðila. RNF kann björgunarsveit Ársæls og öðrum er komu að æfingunni, bestu þakkir fyrir..

Senda grein