Fréttir

Ársskýrsla RNF fyrir árið 2003 er komin út

1 nóv. 2004

Ársskýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) kemur nú út í áttunda sinn en hún kom fyrst út fyrir árið 1996. RNF hefur kappkostað að ársskýrslan nái til aðalatriða atvika, þannig að flugmenn og aðrir sem hlut eiga að máli geti kynnt sér víti sem til varnaðar megi verða. Í ársskýrslunni eru enn sem fyrr birtar nokkuð styttar skýrslur um helstu atvikin sem lokið var við á árinu 2003 og útdráttur og niðurstöður rannsókna eða athugana þeirra atvika sem tekin voru til nánari skoðunar eða rannsóknar á því ári. Geta verður þess, að það er ekki auðvelt að stytta slíkar skýrslur án þess að sleppa einhverjum atriðum sem skýra málið og getur því í einstökum tilfellum orðið erfiðara að fá heildarmynd af atburðarásinni. Því er ráðlegt fyrir þá sem vilja kynna sér tiltekin mál betur, að leita þeirra á vefsíðu RNF þar sem skýrslurnar eru birtar í heild sinni. Í ársskýrslunni hafa ætíð birst fræðandi greinar um efni tengd flugi. Að þessu sinni er birt grein Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra Flugfélagsins Atlanta, um flugöryggi í alþjóðaflugi. Ársskýrsluna er að finna hér.

Senda grein