Fréttir

Skýrsla vegna flugumerðaratviks TF-ATU við París er komin út

1 nóv. 2004

RNF hefur endurútgefið skýrslu frönsku rannsóknarnefndar flugumferðaratvika um flugumferðaratvik TF-ATU (B767) og HB-IJL (A320) við París 1. ágúst 2003.  Áhöfn TF-ATU sem var í farflugi frá Róm til Dublin í Fl 380 fékk viðvörun frá árekstrarvara flugvélarinnar og síðan skipun um að lækka flugið vegna umferðar á móti. Áhöfn HB-IJL fékk ekki boð um umferð á árekstrarvaranum en flugvélin var að lækka flugið úr Fl 390 í Fl 370. Flugvélarnar mættust með 344 feta hæðaraðskilnaði og 0,7 sjómílna hliðaraðskilnaði. Skýrsluna er að finna hér.Senda grein