Fréttir

Ný lög um rannsóknir flugslysa

Þann 1. september 2004 tóku gildi ný lög um rannsóknir flugslysa

29 okt. 2004

Þann 1. september 2004 tóku gildi ný lög um rannsóknir flugslysa (nr. 35/2004) .   Helstu breytingar með nýju lögunum eru þær að gengið er mun lengra í verndun gagna sem rannsakendur flugslysa taka í sýna vörslu við rannsóknir flugslysa og alvarlegra flugatvika og jafnframt er skipulagi flugslysarannsókna breytt.

Með nýju lögunum er gengið lengra í að vernda þau gögn sem rannsakendur taka í sína vörslu við rannsókn máls. Meðal gagna sem talin eru upp í lögunum eru upptökur eða endurrit af framburði þeirra sem rannsakendur yfirheyra, upptökur af samskiptum eða skráðum samskiptum sem átt hafa sér stað í stjórnklefa loftfars, á vinnustað flugumferðarstjóra og annarra flugverja og flugliða, eða endurriti af slíkum samskiptum, og hvers konar álitsgerðum sem aflað hefur verið í tengslum við mat á fyrirliggjandi gögnum, þ.m.t. á flugritum loftfara.

Skipulag flugslysarannsókna er breytt með nýju lögunum. Samkvæmt þeim skipar samgönguráðherra rannsóknarnefnd flugslysa forstöðumann/rannsóknarstjóra og ræður, að fengnum tillögum forstöðumannsins, aðstoðarforstöðumann/aðstoðarrannsóknarstjóra. Þeir eru ábyrgir fyrir rekstri og rannsóknarverkefnum nefndarinnar.  Samgönguráðherra skipar jafnframt þriggja manna fagnefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða rannsóknarvinnu rannsakendanna og samþykkja og gefa út skýrslur að rannsókn lokinni. Þá skipar samgönguráðherra fagnefndinni 3 varamenn.Senda grein