Fréttir

RNF rannsakar atvik Cessna flugvélar vestur af landinu

12 apr. 2002

RNF rannsakar atvik Cessna flugvélar vestur af landinu. Flugmaðurinn tilkynnti Flugstjórn kl. 19:30 að hann atti í vandræðum vegna mikillar ísingar og einnig að honum gengi illa að ná eldsneyti úr öðrum vængtanki vélarinnar.

Flugvél Flugmálastjórnar og þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við vélina og fylgdu henni til lendingar. Skömmu fyrir lendingu drapst á hreyfli flugvélarinnar en flugmanninum tókst að ræsa hann aftur og lenti vélin heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli kl. 20:30.

Flugvélin sem er ný og af gerðinni Cessna 182 er fjögra sæta og með einn hreyfil. Verið er að ferja vélina frá Bandaríkjunum til Þýskalands.

Senda grein