Fréttir

Flugslys TF-API við Akureyrarflugvöll

27 sep. 2004

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur hafið rannsókn á flugslysi er varð þegar einshreyfils, tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 152 hlekktist á í flugtaki á Akureyrarflugvelli með þeim afleiðingum að hún brotlenti í fjöru við enda flugbrautarinnar. Flugmaðurinn var einn umborð og var fluttur á sjúkrahús strax eftir slysið.

Senda grein