Fréttir

Námskeið á vegum SCSI

7 sep. 2004

Rannsóknarnefnd flugsslysa (RNF) hefur nú í þriðja sinn milligöngu um að námskeið í rannsóknum flugslysa verði haldið hérlendis. Fyrirlesarar koma sem áður fyrr frá SCSI (Southern California Safety Institute). Að þessu sinni er áhersla lögð á rannsóknina sjálfa og verður námskeiðið haldið dagana 20. september til 1. október 2004.

Á námskeiðinu sem er tveggja vikna langt verður farið yfir það hvernig rannsakendur bera sig að við vettvangsrannsóknir og öflun gagna. Þátttakendur koma frá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, Flugmálastjórn Íslands, Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli, Lögreglunni í Reykjavík og flestum flugrekendum. Ennfremur munu nokkrir af nýjum nefndarmönnum rannsóknarnefndar flugslysa sitja námskeiðið.Senda grein