Fréttir

RNF rannsakar flugslys TF-UPS skammt frá flugvellinum í Húsafelli

27 júl. 2004

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur lokið vettvangsrannsókn vegna flugslyss TF-UPS skammt frá flugvellinum í Húsafelli þann 21. júlí 2004.  Flugvélin sem er af gerðinni Piper PA28 er eins hreyfils og fjögurra sæta og var hún í yfirlandsflugi á leið frá Stóra-Kroppi til flugvallarins í Húsafelli þegar flugmaður varð var við hreyfilbilun. Reykur barst inn í flugstjórnarklefann og ákvað flugmaðurinn að nauðlenda flugvélinni á þúfukenndu grasi um það bil 4 mílur frá flugvellinum í Húsafelli. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki en flugvélin er nokkuð skemmd.

Senda grein