Fréttir

Cessna 152 Nauðlendir á Höskuldarvöllum

12 maí 2002

Tveggja manna kennsluvél af gerðinni Cessna 152 nauðlenti á Höskuldarvöllum síðdegis laugardaginn 11. maí.

Kennari var í kynningarflugi með væntanlegan nemanda á suðursvæði í um 2000 feta hæð í rétt norðan við Keili þegar hreyfill vélarinnar missti afl án þess þó að drepa alveg á sér. Kennarinn reyndi að ná upp afli hreyfilsins en án árangurs og neyddist því að framkvæma nauðlendingu.

Nauðlendingin tókst vel og urðu engin slys á mönnum né skemmdir sjáanlegar á vélinni.

RNF framkvæmdi vettvangsrannsókn og lét flytja vélina í skýli við Reykjavíkurflugvöll þar sem frekari rannsókn fer fram og beinist rannsóknin að eldsneytiskerfi vélarinnar.

Senda grein