Fréttir

Flugslys TF-POU við Forsæti

6 feb. 2002

RNF hefur hafið rannsókn á flugslysi sem varð um kl. 21:15 þann 1. júní þegar einkaflugvélin, TF-POU, brotlenti við flugvöllinn á Forsæti í Villingaholtshreppi. Slysið varð með þeim hætti að flugvélin flaug á raflínur í aðflugi til lendingar á braut 22. Raflínurnar eru á brautarstefnu um 200 metra frá enda brautarinnar. Flugvélin sem er einshreyfils og fjögurra sæta er í eigu einkaflugmanna i Vestmannaeyjum. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki en vélin er mikið skemmd.Senda grein