Fréttir

TF-FTT hlekktist á við flugvöllinn á Raufarhöfn

1 des. 2003

Flugvélin TF-FTT, sem er einshreyfils, tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 152, hlekktist á við flugvöllinn á Raufarhöfn um kl. 13:10 í dag. Tveir voru um borð og sakaði ekki. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa eru á leið á vettvang þar sem vettvangsrannsókn mun fara fram síðdegis og í kvöld.

Senda grein