Fréttir

RNF tekur þátt í flugslysaæfingu í Vestmannaeyjum

31 okt. 2003

Dagana 30. október til 2. nóvember fer fram flugslysaæfing í Vestmannaeyjum. Á æfingunni verður í fyrsta skipti æft eftir nýrri flugslysaáætlun fyrir Vestmannaeyjar en áætlunin tók gildi síðastliðið sumar. Allir þeir sem hafa verkskyldum að gegna við flugslys í Vestmannaeyjum munu taka þátt í æfingunni, eða hátt í tvö hundruð manns. Þá verður gerð tilraun til að auka þátt fjölmiðla í æfingum sem þessum enda er unnið að því að skilgreina samskipti við þá í neyðaráætlunum. 

Æfingin er undirbúin í samstarfi heimamanna í Vestmannaeyjum og Flugmálastjórnar. Að æfingunni koma auk fulltrúa þessara aðila og Rannsóknarnefndar flugslysa, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Landspítala-Háskólasjúkrahúss, flugrekenda, Rauða kross Íslands, Biskupsstofu, Lögreglunnar í Reykjavík, Neyðarlínunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Slökkviliðs Akureyrar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Senda grein