Fréttir

RNF rannsakar flugatvik Metro flugvélar á Reykjavíkurflugvelli

Metro 23 hlekktist á í lendingu

13 sep. 2003

RNF hefur tekið til rannsóknar flugatvik sem átti sér stað á Reykjavíkurflugvelli þann 11. september. Flugatvikið varð um klukkan 06:47 þegar TF-JML, sem er farþegaflugvél af gerðinni Metro hlekktist á í lendingu. Þegar flugvélin stöðvaðist var sprungið á þremur af fjórum hjólbörðum aðal hjóla flugvélarinnar. Tveggja manna áhöfn var um borð en engir farþegar.

Senda grein