Fréttir

Skýrsla vegna alvarlegs flugatviks TF-FIJ (Boeing 757-200) á lokastefnu fyrir flugbraut 20 á Keflavíkurflugvelli þann 26. febrúar 2013

21 ágú. 2015

Þann 26. febrúar 2013 var Boeing 757-200 í áætlunarflugi á vegum Icelandair á leið frá Kaupmannahafnarflugvelli til Keflavíkurflugvallar með 171 manns um borð. Á lokastefnu fyrir flugbraut 20 á Keflavíkurflugvelli, skömmu fyrir áætlaða lendingu, valt flugvélin á vinstri væng og beygði stjórnlaust til vinstri. Flugmenn flugvélarinnar reyndu að að leiðrétta stefnu flugvélarinnar og höfðu ekki fulla stjórn á flugvélinni um tíma. 

Í ljós kom að flugvélin hafði misst vökvaþrýsting í hægra vökvaþrýstikerfi um það leyti þegar flugvélin var að hefja lækkun inn til Keflavíkurflugvallar. Við það hafði undirliggjandi bilun sem í kjölfarið fannst í lyftispilli númer 6 á vinstri væng orðið virk þegar vængbörð flugvélarinnar voru sett að fullu niður fyrir lendingu. Biluninn í lyftispillinum var rakin til hönnunargalla er orsakaði sprungumyndun í kjölfar málmþreytu í íhlut í lyftispillinum. 

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gefur út fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Er einni tillögunni beint til framleiðanda lyftispillisins (Moog), tveimur tillögum til framleiðanda flugvélarinnar (Boeing) og tveimur tillögunum til bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA). Skýrslan er skrifuð á ensku þar sem að þeir aðilar sem tillögum í öryggisátt er beint til eru ekki íslenskir.

Skýrsluna má nálgast hér.


On 26. February 2013 a Boeing 757-200 airplane operated by Icelandair was flying from Kastrup Airport to Keflavik Airport with 171 persons on board. On final approach for RWY 20 to Keflavik Airport, shortly before estimated landing, the airplane, rolled onto the left wing uncommanded and started turning to the left. The pilots tried to correct the airplane‘s heading and for a while they did not have full control of the airplane. 

The investigation revealed that the airplane had lost its right hydraulic system about the time when it reached top of descent towards Keflavik Airport. Then a latent failure of sub-component in the left wing spoiler #6 became activated when the flaps were fully extended prior to landing. The latent failure in spoiler #6 was traced to a design flaw in a sub-component of the spoiler, resulting in the sub-component cracking due to fatigue. 

The Icelandic Transportation Safety Board issues five safety recommendations in the report. One for the spoiler‘s manufacturer (Moog), two for the airplane manufacturer (Boeing) and two for the Federal Aviation Administration (FAA). The report is written in English as the safety recommendations are issued to non-Icelandic parties. 

The report can be seen here.


Senda grein