Fréttir

Flugslys TF-FTG (Cessna 152A) á flugbraut 23 á Helluflugvelli þann 3. september 2011

17 sep. 2013

Þann 3. september 2011 hugðist flugmaður með einkaflugmannsréttindi snertilenda á flugvél TF-FTG (Cessna 152A) með einn farþega á flugbraut 23 á Helluflugvelli. Eftir snertilendinguna náði flugvélin ekki upp nægilegum hraða fyrir flugtakið og dró flugmaðurinn þá afl af hreyfli og bremsaði. Flugvélin rann fram af brautarenda, nefhjól grófst í mjúkan jarðveg og flugvélin steypist fram yfir sig. Lokaskýrslu um flugslysið má finna hér.

Senda grein