Fréttir

Flugslys TF-JPP (Cessna 172) á Garðsaukabraut við Hvolsvöll þann 14. maí 2011

5 jún. 2013

Þann 14. maí 2011 hugðist flugmaður með atvinnuflugmannsréttindi fljúga á flugvél TF-JPP með þrjá farþega frá Garðsaukabraut við Hvolsvöll til Vestmannaeyja. Flugvélin ofreis er flugmaðurinn flaug henni upp úr jarðhrifum í mjúkbrautarflugtaki. Í kjölfarið rakst vinstri vængendi í jörðina, flugvélin snérist hálfhring, brotlenti og stöðvaðist utan flugbrautarinnar. Lokaskýrsluna er að finna hér .

Senda grein