Fréttir

Skýrsla vegna alvarlegs flugatviks TF-KFB á Keflavíkurflugvelli þann 3. maí 2011

21 des. 2012

Þann 3.maí 2011 var flugnemi með einflugsréttindi að æfa snertilendingar á Keflavíkurflugvelli á flugvél TF-KFB. Á lokasekúndum fyrir snertingu flugbrautar í lendingu flaug flugneminn í gegnum vængendahvirfla frá Airbus flugvél sem lent hafði skömmu áður, með þeim afleiðingum að TF-KFB skall niður í flugbrautina og skemmdi nefhjólsbúnað og loftskrúfu. Lokaskýrsluna er að finna hér.
Senda grein