Fréttir

Flugslys TF-303 skammt frá fisflugvellinum Sléttunni á Reykjanesi

27 okt. 2012

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar flugslys er varð þann 20. október síðastliðinn þegar TF-303 brotlenti um 1 km frá fisvellinum Sléttunni á Reykjanesi með þeim afleiðingum að tveir menn létust.
Fisvélin var einshreyfils, tveggja sæta af gerðinni Rans S6-ES Coyote II. Tilgangur flugsins var kennsluflug og hafði fisvélin skömmu áður tekið á loft frá flugvellinum Sléttunni á Reykjanesi. Frumrannsókn er í gangi og mun RNF stefna á að gefa út bráðarbirgðaskýrslu um slysið innan mánaðar.
Senda grein