Fréttir

Flugslys TF-KOZ á Reykjahlíðarflugvelli í Mývatnssveit

26 okt. 2012

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar flugslys er varð þann 22. október síðastliðinn þegar TF-KOZ hlekktist á í lendingu á flugbraut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Flugvélin er tveggja sæta einshreyfils stélhjólsvél af gerðinni Bellanca 7GCBC. Flugmaður í einkaflugi ásamt einum farþega var að lenda á flugvellinum eftir um það bil tveggja klukkustunda flug. Skömmu eftir lendingu sveigði flugvélin til vesturs, út af flugbrautinni og fram af brún sem er um það bil 20 metra frá flugbrautinni. Flugvélin hafnaði á grýttum jarðvegi um það bil sex metrum neðan við yfirborð flugbrautarinnar. Flugmaður og farþega sakaði ekki en flugvélin er talsvert skemmd.
Senda grein