Fréttir

Rannsókn RNF á flugslysi TF-LDS við Miklavatn í Fljótum

9 ágú. 2011

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur lokið vettvangsrannsókn vegna flugslyss TF-LDS við Miklavatn í Fljótum
í Skagafjarðarsýslu. Flugvélin sem er af gerðinni Dornier Do 27  brotlenti í lendingu á flugbraut nálægt Lambanesi á Miklavatni þann 7. ágúst 2011. Þrír voru um borð í flugvélinni og hlutu þeir minniháttar meiðsl. Flugvélin skemmdist mikið og var hún flutt í skýli RNF á Reykjavíkurflugvelli til frekari rannsóknar.

Senda grein