Fréttir

RNF hefur gefið út rannsóknarskýrslu vegna alvarlegs flugatviks N658UA þann 20. júlí 2009

1 júl. 2011

 

RNF hefur gefið út rannsóknarskýrslu vegna alvarlegs flugatviks N658UA þann 20. júlí 2009. Atvikið varð með þeim hætti að reykur kom upp í flugstjórnarklefa Boeing 767 flugvélar þegar flugvélin var um 200 sjómílur suð-suðvestur af Keflavík á flugi frá London til Chicago. Áhöfnin ákvað að beina flugvélinni til Keflavíkurflugvallar til lendingar.

Við rannsóknina kom í ljós að áriðill (static inverter) hafði ofhitnað og brunnið.

Rannsóknarskýrsluna er að finna hér.
Senda grein