Fréttir

Skýrsla um flugslys TF-SIF (SA365N) 16. júlí 2007

31 des. 2010

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur gefið út rannsóknarskýrslu vegna flugslyss TF-SIF við Straumsvík þann 16. júlí 2007.

Slysið varð þegar þyrla Landhelgisæslunnar var við æfingar yfir sjó við Straumsvík þar sem æfa átti björgun úr björgunarskipi, björgunarbát og úr sjó. Þegar þyrlan var í um 45 feta hæð við björgunarskipið Einar Sigurjónsson, varð áhöfn þyrlunnar vör við að hún missti hreyfilafl þannig að snúnshraði aðalþyrils lækkaði og þyrlan hélt ekki hæð. Flugmennirnir hleypti þá lofti í flot þyrlunnar og nauðlentu henni á sjónum. Áhöfnina sakaði ekki og fór hún yfir í björgunarskipið en þyrlunni hvolfdi um 18 mínútum eftir nauðlendinguna.

Í samræmi við alþjóða samninga naut Rannsóknarnefnd flugslysa aðstoðar við rannsókn slyssins frá Rannsóknarnefnd flugslya í Frakklandi. Ráðgjafar frá framleiðanda þyrlunnar og hreyflum hennar tóku einnig þátt í rannsókninni. TF-SIF var búin tveimur hreyflum af gerðinni Ariel 1C turbofan. Við rannsóknina kom í ljós að hreyflarnir voru í góðu ástandi en í eldsneytisstýringu fyrir hægri hreyfil fannst efni sem innihélt salt sem benti til þess að stýringin hafi ekki verið þétt og gæti truflað eldsneytisflæði til hreyfilsins þannig að hann missir afl. Við rannsókn á stýringunni reyndist ekki unnt að sanna að svo hafi verið þar sem hún hafði legið í sjó.

RNF telur líklegt að orsök slyssins hafi verið sú að hægri hreyfill þyrlunnar missti afl með þeim afleiðingum að áhöfnin neyddist til að nauðlenda á sjónum. Niðurstaðan er byggð á vitnisburði áhafnarinnar, hljóðritagögnum þyrlunnar og niðurstöðum á rannsókn hreyfla hennar og eldsneytiskerfi.

Það er mat RNF að ferðritagögn geti aðstoðað við slíka rannsókn og gerði eina tillögu í öryggisátt. RNF mælir með því að flugrekstraraðilinn hafi bæði ferðrita og hljóðrita í flugflota sínum. Skýrsluna má sjá hér.Senda grein