Fréttir

Skýrsla um flugslys TF-ABD (Piper Super Cub)

23 apr. 2010

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur gefið út skýrslu um flugslys TF-ABD sem varð á Melgerðismelum þann 7. september 2008. Flugvélin ofreis í flugtaki, rak niður vængenda og brotlenti. Tveir menn voru innanborðs og sluppu þeir ómeiddir.  Rannsóknarnefnd flugslysa beinir þeim tilmælum til flugmanna að halda brautarstefnu eftir flugtak og beygja ekki fyrr en öruggum hraða og hæð er náð.
 

Skýrsluna má sjá hér.Senda grein