Fréttir

Alvarlegt flugatvik TF-KAJ (Piper Super Cub) við Stíflisdalsvatn þann 27. júni 2008

13 nóv. 2009

RNF hefur gefið út skýrslu um flugatvik TF-KAJ við Stíflisdalsvatn þann 27. júni 2008. Flugvélinni var nauðlent eftir að hreyfill flugvélarinnar stöðvaðist.  Rannsóknarnefnd flugslysa beinir tveimur tilmælum til flugmanna í kjölfar atviksins:

  1. Rannsóknarnefnd flugslysa beinir því til flugmanna að setja blöndungshitara á að fullu áður en afl er dregið af hreyfli svo hiti frá hreyfli nýtist sem best við að bræða ís sem mögulega hefur safnast fyrir í blöndungi.
  2. Rannsóknarnefnd flugslysa hvetur flugmenn til að haga flugi í umferðahring með þeim hætti að þeir geti örugglega svifið inn til lendingar ef hreyfill stöðvast.

Skýrsluna má finna hér.

 Senda grein