Fréttir

Skýrsla um flugslys TF-OND á Reykjanesi þann 9. ágúst 2007.

21 okt. 2009

RNF hefur gefið út skýrslu um flugslys TF-OND sem brotlenti á Reykjanesi þann 9. ágúst 2007.
 
Flugnemi ásamt flugkennara var að æfa hægflug og missti flugneminn stjórn á flugvélinni. Flugvélinni var brotlent í hraunlendi norðaustur af Búðavatnsstæði í Suðursvæði. Flugkennarinn og flugneminn sluppu án teljandi meiðsla. Í skýrslunni er eftirfarandi tilmælum beint til flugkennara. Rannsóknarnefnd flugslysa beinir þeim tilmælum til flugkennara að gæta þess að flughæðir í æfingum séu nægjanlegar til að tryggja öryggi flugæfinga.
 
Skýrsluna má finna hér.


Senda grein