Fréttir

Flugslys TF-GUN (Cessna 180) í Vopnafirði þann 2. júlí 2009.

3 júl. 2009

Fréttatilkynning

Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur að rannsókn á flugslysi flugvélarinnar TF-GUN er brotlenti í framanverðum Selárdal í Vopnafirði á fimmta tímanum þann 2. júlí.  Flugvélin er af gerðinni Cessna 180 og er fjögurra sæta einkaflugvél.  Tveir menn voru um borð og sátu þeir í framsætum flugvélarinnar. 

Flugvélinni hafði verið flogið frá Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ til Vopnafjarðar-flugvallar fyrr um daginn.  Flugáætlun flugvélarinnar var svo frá Vopnafirði klukkan 16:00 til Tungubakkaflugvallar í Mosfellsbæ.  Flugtak frá Vopnafjarðarflugvelli var skömmu fyrir klukkan 16:00. 

Flugvélinni var flogið að Veiðihúsinu Hvammsgerði í Selá.  Vettvangsrannsókn bendir til þess að flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnsstreng með þeim afleiðingum að hún brotlenti.   Slysið var tilkynnt til Neyðarlínu klukkan 15:58.  Í slysinu lést annar maðurinn og hinn er mikið slasaður og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur að vettvangsrannsókn í Selárdal og mun flytja flak flugvélarinnar til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.

Aðrar upplýsingar:

TF-GUN  er skráð til einkaflugs.  Flugvélin er fjögurra sæta (þrír farþegar).  Lofthæfiskírteini flugvélarinnar er  í í gildi til 1. maí 2010.    Ársskoðun flugvélarinnar var síðast framkvæmd  8. maí 2009.

Senda grein