Fréttir

RNF gefur út skýrslu um flugslys TF-HHX í Breiðdal á Reykjanesi þann 3. maí 2008.

7 nóv. 2008

RNF hefur gefið út skýrslu um flugslys er varð á Schweizer 300C þyrlu með skrásetningarstafina TF-HHX. Flugmaður misstir stjórn á þyrlunni í flugtaki í Breiðdal á Reykjanesi er farþegi í ósjálfráða viðbragði ýtti ferilstýri þyrlunnar fram á við. Þyrlan valt fram yfir sig, stélkjálkinn (tailboom) brotnaði af og þyrlan hafnaði á hægri hlið með dautt á hreyfli. Farþegi og flugmaður komust óskaðaðir frá borði.

Skýrsluna má finna hér.Senda grein