Fréttir

RNF rannsakar alvarlegt flugatvik TF-ESI er varð þann 30. júní 2008.

1 júl. 2008

RNF hefur tekið til rannsóknar alvarlegt flugatvik er varð þegar TF-ESI, sem er tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 150, nauðlenti á þjóðvegi eitt í sunnanverðri Holtavörðuheiði. Flugvélin var á á leið frá Reykjavík til Blönduóss í um það bil 2.500 feta hæð þegar flugmaðurinn varð var við gangtruflanir og að olíuþrýstingur féll með þeim afleiðingum að hreyfillinn stöðvaðist. Flugmaður ásamt einum farþega voru um borð og tókst lendingin vel.Senda grein