Fréttir

RNF rannsakar alvarlegt flugatvik er varð við Stíflisdalsvatn þann 27. júní 2008.

1 júl. 2008

RNF hefur tekið til rannsóknar alvarlegt flugatvik er varð þegar TF-KAJ, sem er tveggja sæta flugvél af gerðinni Piper Super Cub, nauðlenti við Stíflisdalsvatn á Mosfellsheiði.  Flugmenn flugvélarinnar voru að æfa snertilendingar á lendingarstað við Stíflisdalsvatn þegar skyndilega hreyfillinn stöðvaðist.  Flugvélinni var nauðlent í mólendi skammt frá lendingarstaðnum.  Tókst lendingin vel og sakaði flugmennina ekki.Senda grein