Fréttir

Alvarlegt flugatvik TF-RLR (Cessna 172 Skyhawk) á Úlfsvatni

28. desember 2007

28 des. 2007

Flugmaður á TF-RLR lenti á ís á Úlfsvatni og reyndi flugtak að nýju. Snjór hamlaði því að flugtakshraða var náð og hætti hann því við flugtak. Ók hann flugvélinni fram og til baka á ísnum til að troða slóða til flugtaks. Í akstrinum við enda slóðans gaf íslag (tvískinnungur) sig undan þunga vélarinnar og hún stöðvaðist.  Flugmannin sakaði ekki.

Mynd sem tekin var á vettvangi má sjá hér að neðan.

Rannsóknarnefnd flugslysa.

TF-RLR frettamynd af Úlfsvatni


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Senda grein