Fréttir

Alvarlegt flugatvik TF-JXF á Keflavíkurflugvelli 28. október 2007

28 okt. 2007

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur tekið til rannsóknar alvarlegt flugatvik TF-JXF (Boeing 737-800) á Keflavíkurflugvelli þann 28. október 2007. Í aðflugi að Keflavíkurflugvelli fékk áhöfnin veðurupplýsingar í Keflavík ásamt bremsuskilyrðum fyrir flugbraut 02 og voru þá bremsukilyrði uppgefin sem góð (GOOD) með ís á stöku stað (ICY PATCHES). Í lendingarbruni varð áhöfnin vör við að bremsuskilyrðin voru ekki eins og þeir bjuggust við.  Áhöfnin reyndi að hægja á flugvélinni með beitingu knývenda og hámarks handvirkri hemlun. Þegar ljóst var að flugvélin myndi ekki stöðvast fyrir brautarendann beygði flugstjórinn flugvélinni til vinstri af flugbraut 02 og yfir á akbraut N-4 sem liggur þvert á enda flugbrautarinnar.  Þar skreið flugvélin til í hálku og hafnaði með hægri aðalhjól og nefhjól utan akbrautar.


RNF mun taka flugritagögn til greiningar og rannsaka flug og lendingu flugvélarinnar nánar.Senda grein