Fréttir

Alvarlegt flugatvik N3294P við Múlakot þann 1. ágúst 2007

2 ágú. 2007

RNF rannsakar alvarlegt flugatvik er varð þann 1. ágúst 2007 þegar N3294P sem er tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper Apache PA-23 hlekktist á í snertilendingu á flugvellinum við Múlakot. Flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nefhjólið í uppréttri stöðu og fóru báðar loftskrúfurnar í jörðina. Flugmaður ásamt tveimur farþegum voru um borð og sakaði þá ekki.Senda grein