Fréttir

RNF hefur lokið frumrannsókn á flugatviki flugvélarinnar N34137 frá Continental Airlines sem lenti á Keflavíkurflugvelli

26 okt. 2006

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur lokið frumrannsókn á flugatviki er varð þegar áhöfn á N34137 (Boeing 757) lýsti yfir neyðarástandi og snéri til Keflavíkur þann 25. október 2006.

Flugvélin var í fluglagi 350 suður af Íslandi á leið sinni frá Gatwick í Englandi til Newark í Bandaríkjunum Þegar áhöfnin fékk misvísandi skilaboð frá upplýsingabúnaði flugvélarinnar um ástand hreyflanna án þess þó að hreyflarnir misstu afl.

Áhöfnin ákvað að snúa til Íslands, lýsa yfir neyðarástandi og lenda á Keflavíkurflugvelli. Á leið til Keflavíkurflugvallar hafði áhöfnin samband við viðhaldsstjórnstöð flugrekandans og fékk þær upplýsingar um að slökkva á tölvustýribúnaði fyrir báða hreyfla og varð þá ástandið eðlilegt á ný.

Áhöfnin ákvað þó að halda áfram til Keflavíkurflugvallar til þess að taka eldsneyti fyrir áframhaldandi flug. RNF hefur tilkynnt atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Bandaríkjunum.

Senda grein