Fréttir

Nýr formaður Rannsóknarnefndar flugslysa

Hallgrímur A. Viktorsson skipaður formaður Rannsóknarnefndar flugslysa

13 sep. 2006

Samgönguráðherra hefur skipað Hallgrím A. Viktorsson formann Rannsóknarnefndar flugslysa frá og með 1. september 2006. Hallgrímur er flugstjóri og hefur starfað hjá Icelandair síðastliðin 25 ár.

Á myndunum má sjá Geirþrúði Alfreðsdóttur fráfarandi formann afhenda Hallgrími lykil að skrifstofu RNF og fundarhamar nefndarinnar.

hamar_og_lykilllykill
Senda grein