Fréttir

Flugatvik í aðflugi Flugleiðavélar að Gardermoen

9 mar. 2002

Rannsóknarstofnun flugslysa í Noregi hefur tekið til rannsóknar flugatvik sem varð í áætlunarflugi á milli Keflavíkur og Osló, 22. janúar síðastliðinn.
Atvikið átti sér stað eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar Flugleiða hurfu frá lendingu í aðflugi að Gardermoen flugvelli þar sem þeir töldu að eitthvað væri athugavert við aðflugsbúnað vélarinnar.

Rannsóknarnefnd flugslysa á Íslandi var tilkynnt strax um atvikið og nefndin tilkynnti um það til Noregs en samkvæmt alþjóðasamþykktum er rannsóknarskyldan hjá atviksríkinu.
Eftir frumrannsókn hefur Rannsóknarstofnunin í Noregi ákveðið að eiginleg rannsókn fari fram og hefur beðið RNF að aðstoða sig við rannsóknina meðal annars við öflun gagna.

Senda grein