Fréttir

Flugslys TF-EGD á Tungubakkaflugvelli 20. ágúst 2006

21 ágú. 2006

RNF hefur tekið til rannsóknar flugslys er varð þegar TF-EGD hlekktist á í flugtaki á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ þann 20. ágúst 2006. Flugmaður og farþegi voru um borð og sakaði ekki en flugvélin er mikið skemmd. Flugvélin (einshreyfils, tveggja sæta af gerðinni Piper PA-38-112) var í flugtaki til útsýnisflugs á flugbraut 07 þegar flugvélin fór út af flugbrautinni án þess að hefja sig til flugs og hafnaði í Leirvogsá.  Senda grein