Fréttir

Ráðning aðstoðarforstöðumanns RNF

23 sep. 2005

Sturla Böðvarsson hefur ráðið Braga Baldursson flugvélaverkfræðing í stöðu aðstoðarforstöðumanns rannsóknarnefndar flugslysa frá 1.október 2005.

Bragi er með MS gráðu frá Virginia Polytechnic Institute Í Bandaríkjunum en áður hafði hann lokið BS gráðu í flugvélaverkfræði við Iowa State Universitiy í Bandaríkjunum

Síðastliðin tvö ár hefur Bragi gegnt stöðu deildarstjóra verkfræðideildar Icelandair Technical Services (ITS) sem sér um viðhald flugvéla Flugleiða.

Bragi Baldursson er í sambúð með Stina Tjelflaat og saman eiga þau tvö börn.Senda grein