Fréttir

Þorkell Ágústsson skipaður forstöðumaður RNF

16 ágú. 2005

Þorkell hefur gengt stöðu aðstoðarforstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) frá 1. september 2004, þegar lög um nefndina tóku gildi, en fyrir þann tíma, frá árinu 2002, var hann varaformaður RNF.

Þorkell er verkfræðingur að mennt en auk þess hefur hann sótt námskeið og hlotið þjálfun við rannsóknir flugslysa og þyrluslysa, þjálfun við stjórnun á rannsóknum flugslysa og þjálfun við rannsókn á mannlegum þáttum flugslysa auk fleiri námskeiða sem gagnast við störf hans hjá rannsóknarnefndinni. Hann tekur við stöðunni af Þormóðu Þormóðssyni sem fengið hefur þriggja ára leyfi til að taka við stöðu tæknilegs ráðgjafa í flugslysarannsóknum hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO).Senda grein