Fréttir

Þormóður Þormóðssson forstöðumaður RNF fer til starfa hjá ICAO

16 ágú. 2005

Þormóður hefur fengið þriggja ára leyfi frá störfum frá 1. september 2005. Þormóður hefur verið ráðinn til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, í Kanada. Þar mun hann gegna starfi tækniráðgjafa í flugslysarannsóknum. Starfssvið hans lýtur annars vegar að ráðgjöf innan stofnunarinnar varðandi flugslysarannsóknir og hins vegar að því að veita rannsóknarnefndum aðildarlandanna ráðgjöf. Í starfinu felst einnig að fylgjast með nýjungum og þróun í flugslysarannsóknum, leggja til hvernig þeim er hrundið í framkvæmd af hálfu ICAO og fylgja því eftir hjá rannsóknarnefndunum. Þorkell Ágústsson sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstöðumaður RNF hefur verið skipaður forstöðumaður frá 1. september 2005.

Senda grein