Fréttir

Flugslys TF-IOO í Fljótavík á vestfjörðum 15. júlí 2005

18 júl. 2005

RNF hefur tekið til rannsóknar flugslys er varð þegar flugvél af gerðinni Cessna 180 hlekktist á í flugtaki á sandlendi í Fljótavík. Flugvélin var í flugtaki til austurs þegar stél hennar leitaði til vinstri og ákvað flugmaðurinn þá að hætta við flugtak með þeim afleiðingum að vinstri hjólabúnaður gaf sig og flugvélin lagðist á vinstri væng. Um borð voru flugmaður og þrír farþegar. Minniháttar meiðsl urðu á fólki en flugvélin skemmdist mikið.

Senda grein