Fréttir

Flugatvik TF-OND á flugvellinum við Flúðir 14.júlí 2005

18 júl. 2005

RNF hefur tekið til rannsóknar flugatvik er varð þegar Cessna 152 hlekktist á í lendingu á flugvellinum við Flúðir. Flugvélin var að lenda til suður þegar hún fór fram af flugbrautarenda og hafnaði í þúfukenndu grasi um það bil 40 metrum utan flugbrautarinnar. Flugmanninn sakaði ekki. Vinstri vængendi krumpaðist lítillega og loftskrúfan fór í jörðina.

Senda grein