Fréttir

21 ágú. 2006 : Skýrsla vegna flugumferðaratviks TF-OII og TF-FBA þann 23. ágúst 2004 er komin út.

TF-OII var á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli um leið 3. TF-FBA var á leið í austursvæði (æfingasvæði) í brottflugi frá Reykjavíkurflugvelli um leið 4. Flugvélarnar mættust í um 1.700 metra hæð mitt á milli Sandskeiðs og spennustöðvar. Aðskilnaðarmissir var 10-30 metrar lóðrétt og 10-50 metrar lárétt að mati flugmanna. Skýrsluna má finna hér. Lesa meira