Fréttir

1 des. 2003 : TF-FTT hlekktist á við flugvöllinn á Raufarhöfn

Flugvélin TF-FTT, sem er einshreyfils, tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 152, hlekktist á við flugvöllinn á Raufarhöfn um kl. 13:10 í dag.

Lesa meira

21 nóv. 2003 : Tvær skýrslur, vegna TF-KAF og vegna TF-VHH

RNF hefur gefið út tvær skýrslur vegna flugatvika nú í sumar. Annarsvegar vegna TF-KAF sem stélkastaðist í lendingu á Keflavíkurflugvelli og hinsvegar vegna TF-VHH sem nauðlenti á Bessastaðavegi, Álftanesi. Flugmaðurinn á TF-VHH framkvæmdi nauðlendingu eftir að ljóst var að hann hafði ekki stjórn á afli hreyfilsins. Skýrslurnar eru að finna hér.

Lesa meira

4 nóv. 2003 : Skýrsla vegna flugatviks TF-TOE

Flugvél af gerðinni PA28 hlekktist á í lendingu þann 15. nóvember 2002 á flugvellinum á Sandskeiði vegna holklaka sem hafði myndast á flugbrautinni. Skýrsluna er að finna hér.

Lesa meira

4 nóv. 2003 : Skýrsla vegna flugumferðaratviks TF-FTN og TF-FTG

Skýrsla vegna flugumferðaratviks TF-FTN og TF-FTG á Reykjavíkurflugvelli 14. ágúst 2002 er komin út

Lesa meira

31 okt. 2003 : RNF tekur þátt í flugslysaæfingu í Vestmannaeyjum

Dagana 30. október til 2. nóvember fer fram flugslysaæfing í Vestmannaeyjum. Á æfingunni verður í fyrsta skipti æft eftir nýrri flugslysaáætlun fyrir Vestmannaeyjar en áætlunin tók gildi síðastliðið sumar. Allir þeir sem hafa verkskyldum að gegna við flugslys í Vestmannaeyjum munu taka þátt í æfingunni, eða hátt í tvö hundruð manns.

Lesa meira

13 sep. 2003 : RNF rannsakar flugatvik Metro flugvélar á Reykjavíkurflugvelli

RNF hefur tekið til rannsóknar flugatvik sem átti sér stað á Reykjavíkurflugvelli þann 11. september. Flugatvikið varð um klukkan 06:47 þegar tveggja hreyfla, 19 sæta farþegaflugvél frá Flugfélagi Íslands hlekktist á í lendingu þegar sprakk á þremur af fjórum hjólbörðum aðal hjóla. Tveggja manna áhöfn var um borð en engir farþegar.

Lesa meira