Hér er að finna eyðublöð um til tilkynninga á flugslysum, alvarlegum flugatvikum eða flugumferðaratvikum


Þann 1. júní 2013 tóku gildi ný lög um rannsókn samgönguslysa (lög nr. 18/2013). Í þriðja kafla laganna er meðal annars fjallað um tilkynningu um flugslys (12. grein) þ.e. að tilkynna beri flugslys og alvarleg flugatvik,  til rannsóknarnefndar samgönguslysa án ástæðulauss dráttar. Þetta gildir um hvern þann sem finnur loftfar eða aðra hluti við aðstæður er benda til þess að flugslys eða alvarlegt flugatvik hafi orðið.

Þann 19. janúar 2006 kom út reglugerð (nr. 53/2006) um tilkynningarskyldu flugslysa, alvarlegra flugatvika og atvika. Í 4. grein reglugerðarinnar er hnykkt á því að tilkynna beri um flugslys og alvarleg flugatvik án tæðulausrar tafar. Jafnframt kemur það fram í 5. grein að tilkynna beri símleiðis, símanúmer 660-0336, en bakvakt er hjá RNSA, flugslyssvið (áður RNF) allan sólahringinn. Því er svo fylgt eftir með skriflegri skýrslu á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér að ofan. Skriflegu skýrslunni skal skilað inn til RNSA við fyrsta hentugleika.

Þegar tilkynnt er um flugslys eða alvarlegt flugatvik með skriflegri skýrslu til RNSA skal samkvæmt reglugerðinni jafnframt senda samrit, án viðauka, til Samgöngustofu en í viðaukanum er meðal annars óskað eftir ítarlegri lýsing á sögu viðkomandi flugs ásamt áliti flugstjórans á orsök og meðverkandi þáttum. Viðaukin er eingöngu ætlaður fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Samkvæmt ofangreindri reglugerð skal því fyrst og fremst tilkynna um slys eða alvarleg flugatvik (þar með talið flugumferðaratvik) símleiðis til RNSA en önnur atvik til Samgöngustofu. Samkvæmt reglugerðinni er ekki ætlast til þess að önnur atvik séu tilkynnt til RNSA.